Yfirlýsing frá Curator

Curator, félag hjúkrunarnema tekur undir orð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Hjúkrunarfræðingar hafa ávallt verið eitt helsta bakbein í starfi Landspítalans og því gagnrýnum við harðlega að kjör hjúkrunarfræðinga séu skert í miðjum kjaraviðræðum. Landspítalinn hefur sýnt upp á síðkastið að spara skuli helst pening með því að kalla ekki hjúkrunarfræðinga á aukavaktir ef mönnunarvandi er til staðar, láta hjúkrunarfræðinga vinna hraðar og hafa fleiri mannslíf á sinni ábyrgð. Spítalinn var mannaður af hjúkrunarnemum í sumar sem lét sömu ábyrgð falla á hendur þeirra og á fullmenntaðan hjúkrunarfræðing.

Það hefur sýnt sig að hjúkrunarnemar eru að útskrifast útbrunnir í starfi og fjöldi þeirra kveður hjúkrun eftir stuttan tíma á atvinnumarkaðinum. Ástæðan er einföld: mönnun, álag, laun og starfsumhverfi.

Curator, félag hjúkrunarnema við Háskóla Íslands biðlar til ríkisins að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga svo menntun þeirra og ábyrgð sé metin til launa. 
Munum að þreytt hönd hjúkrar fáum vel þó svo að hjartað sé á réttum stað.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *