VIÐBURÐIR

Curator leggur mikinn metnað í að hafa virkt og öflugt félagslíf hjá sínum meðlimum. Reglulega yfir önnina eru vísindaferðir, bjórkvöld eða álíka viðburðir á vegum félagsins. Félagið skipuleggur nýnemadag, árshátíð og óvissuferð, auk þess er í samstarfi við önnur félög haldið Heilóvín fyrir nemendafélög við Heilbrigðisvísindasvið og farið er í skíðaferð til Akureyrar með Læknisfræðinemum.

Skráning er opin fyrir nemendur í hjúkrunarfræði, hvort sem það er við Háskóla Íslands eða Háskólann á Akureyri. Meðlimir Curator njóta hinsvegar forgangs á viðburði.

Ákveðnar reglur gilda um skráningu á viðburði:

1. Skráningar í vísindaferðir og aðra viðburði fara fram á vefsíðu Curator. Upplýsingar innskráðra meðlima Curator koma sjálfkrafa inn við skráningu en aðrir þurfa að taka fram fullt nafn, símanúmer og námsár. 
Ef boðið er upp á rútuferð þarf að taka fram við skráningu hvort viðkomandi nýti sér rútuferðina.

2. Aðeins er hægt að skrá einn einstakling í einu.

3. Skráning er aðeins tekin gild ef hún fer fram á tilteknum tíma, ekki mínútu fyrr.

4. Nemendur sem eru meðlimir í Curator þegar skráning fer fram eru í forgangi í vísindaferðir.

5. Frítt er fyrir meðlimi Curator, 1.000 kr fyrir aðra.

6. Ef einstaklingur skráir sig í vísindaferð en mætir ekki án þess að láta vita þá fer sá hinn sami á svartalistann og má ekki mæta í næstu tvær vísindaferðir. 

7. Ef þú af einhverjum ástæðum kemst ekki í vísindaferð sem þú hefur skráð þig í verður þú að láta vita með því að senda okkur e-mail á curator@curator.is, hringja í síma félagsins eða sent okkur skilaboð á facebook síðu Curator, fyrir miðnætti aðfaranótt þess dags sem vísindaferðin er. Þeir sem afskrá sig án gildrar ástæðu eftir þann tíma eru settir á svarta listann fyrir næstu vísindaferð. Komi upp atvik sem krefst þess að viðkomandi kemst ekki í vísindaferðina þá getur stjórnin tekið afstöðu gegn því að viðkomandi fari á svarta listann. 

8. Ef skráning stenst ekki þessi skilyrði er hún ekki tekin gild.

Texti var uppfærður 17.08.2019

Á NÆSTUNNI