Stuðningsyfirlýsing við kjarabaráttu hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri lýsa yfir fullum stuðningi við hjúkrunarfræðinga í verkfallsaðgerðum og munu ekki ganga í störf þeirra á meðan verkfall stendur yfir.

Öllum er ljóst að hjúkrunarfræðingar eru mikilvægur hluti af öflugu heilbrigðiskerfi Íslendinga eins og sannast hefur undanfarna mánuði. Hjúkrunarfræðinemar hvetja ríkið til að verða við eðlilegum kröfum um laun í samræmi við menntun og ábyrgð og útrýma kynbundnum launamun. 

Fyrir hönd Curator, félags hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands, Gunnhildur Viðarsdóttir, formaður.

Fyrir hönd Eirar, félags heilbrigðisnema við Háskólann á Akureyri, Sigríður Arna Lund, formaður.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *