Sjúkrahúsið Vogur óskar eftir 1. eða 2. árs hjúkrunarnemum í sumarafleysingu. Starfið felst í móttöku nýrra sjúklinga og hjúkrun sjúklinga í afeitrun.
Unnið er á þrískiptum vöktum og aðra hvora helgi. Spennandi sumarstarf og næg námstækifæri!
Umsóknir sendist á netfangið thora@saa.is
Nánari upplýsingar um starfsemi á Vogi:
Á Sjúkrahúsinu Vogi eru rúm fyrir um 60 sjúklinga. Innlagnir eru 6-7 á dag. Meðalaldur er 35 ár. Árlega koma um 600 einstaklingar í fyrsta sinn í meðferð, frá öllum landshlutum, og svo hefur verið í áratugi.
Á Sjúkrahúsinu Vogi fá sjúklingar afeitrun og greiningu. Læknir leggur mat á meðferðarþörf. Flestir eru undir áhrifum vímuefna eða í fráhvörfum við komu. Fráhvarfsmeðferð er veitt af læknum og hjúkrunarfræðingum. Á sérstökum sjúkragangi, Gátinni, á Vogi eru 11 sjúkrarúm fyrir veikustu sjúklingana.
Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og ráðgjafar eru til staðar allan sólarhringinn. Læknir er einnig á vakt á sjúkrahúsinu alla daga vikunnar og á bakvakt kvöld og nætur.