Ný vefsíða Curator!

Þá er loksins komið að þessu, ný og endurbætt heimasíða Curator er komin í loftið. Það hefur verið lengi í bígerð að endurnýja heimasíðuna sem hefur legið í dvala undanfarin ár. Hingað til höfum við notast við Facebook síðu félagsins, en það verður að segjast að það er ekki besti vettvangurinn til að viðhalda öflugu félagslífi Curator sem státar af því að vera eitt stærsta nemendafélag í Háskóla Íslands. Við munum þó að sjálfsögðu halda áfram með like-síðuna, en í aðeins minni mæli. 

Hingað munum við setja allar þær tilkynningar og upplýsingar sem við koma viðburðum félagsins, ásamt ýmsum upplýsingum frá félaginu og hjúkrunarfræðideildinni sjálfri. Auk þess mun skráning í vísindaferðir, námskeið og aðra viðburði fara fram á síðunni. 

Meðlimir Curator fá aðgang að innri vef þar sem þeir geta séð afslætti og skráð sig í og úr vísindaferðum með einföldum hætti. Hér að ofan munum við setja inn ítarlegar leiðbeiningar um nýskráningu, innskráningu og skráningu í ferðir.

2 thoughts on “Ný vefsíða Curator!”

Comments are closed.