Lög Curator

1. Nafn, markmið, félagar

1.1 Félagið heitir Curator, lögheimili þess og varnarþing eru í Reykjavík.

1.2 Markmið félagsins eru:

1.2.1 Að gæta hagsmuna nemenda hjúkrunarfræðideildar og vera málsvari þeirra innan Háskóla Íslands og utan.

1.2.2 Að auka fræðslu um hagsmuni stúdenta og efla kynni meðal nemenda.

1.2.3 Að auka erlend samskipti

1.2.4 Að stuðla að góðri samvinnu nemenda við aðrar heilbrigðisstéttir

1.3 Allir þeir sem stunda nám og eru innritaðir í námsbraut í hjúkrunarfræði eiga kost á að gerast meðlimir í Curator með því að greiða félagsgjöld.

 

2. Stjórn

2.1 Stjórn félagsins skal skipuð formanni, varaformanni, gjaldkera og hagsmunafulltrúa. Sjá hlutverk hvers embættis fyrir sig í hlutverkalýsingu. Félagsmenn geta haft aðgang að fundargerðum óska þeir þess. Stjórn og skemmtinefnd skulu kosnar með leynilegri kosningu á aðalfundi.

2.1.1 Stjórn félagsins einbeitir sé að hagsmunum hjúkrunarnema. Formaður er helsti formælandi félagsins, hann boðar stjórnarfundi og stýrir þeim. Varaformaður ritar niður fundargerðir stjórnarfunda og situr í fulltrúaráði Stúdentaráðs, Heiló. Hagsmunafulltrúi er tengiliður nemenda við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og situr fundi með fulltrúum þeirra, ásamt formönnum Curator og Eirar. Hagsmunafulltrúi heldur utan um námskeið á vegum Curator ásamt gjaldkera.

2.1.2 Formaður, varaformaður, gjaldkeri og hagsmunafulltrúi boða stjórnendur Hjúkrunarfræðideildar á fund í byrjun skólaárs.

 

2.1.3 Æskilegt er að stjórn upplýsi nemendur um framgang mála í gegnum samfélagsmiðla Curator eða með öðrum hætti.


 
2.2 Skemmtinefnd félagsins skal skipuð formanni, varaformanni, meðstjórnanda, samfélagsmiðlastjóra, öldungi og nýbura sem kemur inn í upphafi skólaárs. Fulltrúi kjarnstjórnar í skemmtinefnd er gjaldkeri. Sjá hlutverk hvers embættis fyrir sig í hlutverkalýsingu. Félagsmenn geta haft aðgang að fundargerðum ef þeir óska þess.

2.2.1 Skemmtinefnd ber ábyrgð á skemmtanalífi hjúkrunarnema. Þeirra hlutverk er að efla félagslíf innan deildarinnar og skipuleggja viðburði á vegum Curator  s.s árshátíð, vísindaferðir, nýnemaferð, Heilóvín, skíðaferð, óvissuferð og hafa samstarf við aðrar deildir um sameiginlega viðburði sé þess kostur. Allur ágóði rennur til félagsins.

2.2.2 Skemmtinefnd miðlar upplýsingum um viðburði í gegnum samfélagsmiðla Curator

2.3 Stjórn skal upplýsa nemendur um viðburði á vegum Curator í upphafi hvers mánaðar.

2.4 Gjaldkeri hefur yfirumsjón með reikningum Curator og situr í kjarnstjórn félagsins.

2.4.1 Skemmtinefnd hefur aðgang að reikningi sem tekur á móti félagsgjöldum og skipurleggur skemmtanalíf Curator út frá því fjármagni að hverju sinni.

2.4.3 Kjarnstjórn hefur ein aðgang að fjármagni inn á reikning sem tekur á móti ágróða af námskeiðum. Hún ákveður nýtingu þess fjármagns að hverju sinni.

 

3. Félagsfundir

3.1 Aðalfundur skal haldinn í apríl ár hvert. Fundinn skal auglýsa á samfélagsmiðlum Curator með 7 daga fyrirvara. Æskilegt er að tillögur til lagabreytinga verði kynntar og opnað verði fyrir framboð í embætti eigi síðar en 4 dögum fyrir aðalfund. Æskilegt er að auglýsa dagskrá fundarins áður en fundur er haldinn. Framboð skal auglýsa samdægurs og aðalfundur er haldinn, í síðasta lagi kl. 11. Aðalfundur sker sjálfur um hvort hann sé löglega boðaður.

3.2 Dagskrá aðalfundar:

3.2.1 Skýrsla fráfarandi stjórnar og skemmtinefndar lesin upp.

3.2.2 Samþykktir reikningar lagðir fram.

3.2.3 Lagabreytingar teknar fyrir ef einhverjar eru.

3.2.4 Embættismenn félagsins til næsta árs kosnir með leynilegri kosningu.

3.2.4.1 Stjórn (3) og skemmtinefnd (6). 1.árs fulltrúi er kosinn í upphafi annar.

3.2.4.3 Nefnd um erlent samstarf – Hagsmunafulltrúi er ábyrgur fyrir aðild félagsins að erlendu samstarfi og situr þá fundi er tengjast því. Hann hefur umboð til þess að stofna starfshóp sem sér um erlent samstarf og hann stýrir.

3.2.5 Ákvörðun um félagsmál.

3.2.6 Önnur mál

3.3 Atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi hafa nemendur 1., 2. og 3. árs í hjúkrunarfræðideild sem eru meðlimir í Curator

3.4 Tímabil reikninga félagsins miðast við aðalfund ár hvert.

3.5  Séu reikningar félagsins vafamál á aðalfundi skal kallaður til skoðanamaður reikninga sem hefur heimild til að óska eftir afriti af reikningum félagsins. Boðaður skal auka aðalfundur þar sem reikningar skulu vera lagðir fyrir.

            3.5.1 Skoðanamaður reikninga skal kosinn á aðalfundi félagsins sé þess þörf.

3.6 Fundargerð síðasta aðalfundar skal lesin upp og staðfest á fyrsta félagsfundi eftir aðalfund.

3.7 Félagsfund ber að halda hvenær sem stjórn telur nauðsynlegt. Þá skal halda fund þegar fleiri en 10 félagar óska þess. Fundinn skal boða með minnst sólarhrings fyrirvara.

3.8 Kynningarfund fyrir 1. árs nema skal halda eins fljótt og auðið er á haustönn

 

4. Nefndir og ráð

4.1 Stjórn Curator sér um að skipuleggja árshátíð Curators undir stjórn öldungs.

4.1.1 Stjórn Curator hefur umboð til að skipa árshátíðarnefnd á miðju skólaári þyki þeim þess vera þörf.

4.1.2 Stjórn Curator ákveður það gjald sem þau greiða fyrir árshátið.

4.2 Á deildarfundum situr formaður og varaformaður Curators og sitja þeir einnig í deildarráði. Fulltrúar skulu hafa varamenn sem mæta á fundi þegar þeir eru forfallaðir.

4.3 Fulltrúi frá hverju ári situr í námsnefnd. Skal hann valinn strax í upphafi 1. árs og situr í 4 ár nema hann finni sér eftirmann. Nefndin sér um fræðslu- og hagsmunamál fyrir nemendur deildarinnar í samstarfi við stjórn Curator. Fulltrúi 3. árs situr jafnframt í námsmatsnefnd. Hagsmunafulltrúi Curator situr fundina, er formaður nefndarinnar, tengliður hennar við hjúkrunarfræðideild og helsti formælandi hennar.

4.4 Stjórn Curator skal boða alla fulltrúa í nefndum og ráðum á sinn fund eftir þörfum

 

5. Kosning

5.1 Kosið er í öll embætti stjórnar og nefnda samtímis í einni kosningu. Falli atkvæði jafnt skal endurtaka kosningu milli viðkomandi frambjóðenda og falli atkvæði enn jafnt ræður hlutkesti. Sé einn frambjóðandi kosinn í fleiri en eitt embætti gefst honum kostur á að velja það embætti sem hann vill helst sinna. Þá skal kosið aftur í það embætti sem hann afþakkar. Sé aðeins einn frambjóðandi í kjöri þarf hann að fá a.m.k. helming atkvæða.

5. 2 Stjórn ákveður hvort að taka skuli við rafrænum utankjörfundaratkvæðum frá félögum með gilt félagsskírteini frá því að framboð í embætti hafa verið kynnt þar til aðalfundur hefst.

 

6. NKN: Nemar kenna nemum, námskeið Curator

6.1 Stjórn er heimilt að halda námskeið á vegum Curator um prófatímabil.

6.2 Kjarnastjórn undir yfirumsjón hagsmunafulltrúa ásamt gjaldkera sér um skipulag námskeiðanna

            6.2.1 Kjarnastjórn ásamt gjaldkera sjá um val á kennara

6.3 Við val á kennara er farið eftir eftirfarandi þáttum og hæfasti einstaklingurinn valinn:

6.3.1 Umsækjandi þarf að skila inn formlegri umsókn þar sem kemur fram    einkunn í áfanganum, skilningur á kennsluefninu og reynsla í kennslu og framkomu.

6.3.1.1 Nemendur í grunnnámi við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands ganga fyrir

6.3.1.2 Hafi nemandi kennt námskeiðið er hann í forgangi við að halda námskeiðið í ár á eftir

6.4 Kennari sem er valinn þarf að vera tilbúinn að veita næsta kennara námsefnisins ráðleggingar gegn fjárveitingu.

6.5 Verð á námskeiði er ákveðið af umsjónamönnum námskeiðs ár hvert.

 

6. Ýmislegt

6.1 Fjáraflanir 4. árs: Nemendur á 4. ári hafa kost á því að sjá um útgáfu tímaritsins CURATOR. Ritnefnd skal skipuð a.m.k. þremur 4.árs nemum. Efni í blaðinu skal í meginatriðum vera hjúkrunarlegs eðlis. Ritnefnd hefur sjálfstæðan fjárhag og sér um fjármögnun fyrir útgáfu blaðsins. Ritnefnd hefur leyfi til að nota kennitölu Curator , en bankareikningum í nafni blaðsins skal loka strax að uppgjöri þess loknu. Hagnaður af útgáfu CURATOR skal renna í ferðasjóð 4.árs nema.

6.2 Nemendafélagið Curator skal ekki standa straum af kostnaði fjáröflunaraðgerða 4.árs nema s.s. leigu á húsnæði fyrir bjórkvöld o.fl.

6.3 Árshátíðarmyndband 4. árs getur sótt um að fá allt styrk, upphæð er ákveðin af kjarnastjórn ár hvert með tilliti til fjárhags. Fjárgjöfin kemur úr sjóð kjarnstjórnar.

6.3 Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi eða venjulegum félagsfundi, sé boðað til hans á sama hátt og aðalfundar.

Lögum þessum var síðast breytt á aðalfundi þann 12. mars 2019.