Hjúkrun í fararbroddi – kveðja frá deildarforseta hjúkrunarfræðideildar

Kæru nemendur, kennarar og samstarfsfólk

Þakka ykkur öllum fyrir góða mætingu, innlegg, undirbúning og allt það sem gerir viðburðinn ánægjulegan. Það er mikil vinna sem felst í að undirbúa og halda utanum ráðstefnuna, undirbúa erindi og veggspjöld og taka þátt.

Smátölfræði: Þátttakendur voru tæplega 300, 48 erindi voru flutt, þar af tvö lykilerindi og 4 boðserindi og veggspjöld voru 15.

Þið lögðuð öll ykkar af mörkum að gera ráðstefnuna svo góða sem hún var og eigið þakkir skildar.

Kveðja

Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *